Clinton býður sig ekki fram aftur

Hillary Clinton laut í lægra haldi gegn Trump í nóvember.
Hillary Clinton laut í lægra haldi gegn Trump í nóvember. AFP

Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi demókrata, mun aldrei aftur bjóða sig fram til að gegna opinberu embætti, eftir að hún tapaði fyrir Donald Trump í forsetakjörinu í Bandaríkjunum, að lokinni einni hatrömmustu kosningabaráttu í manna minnum.

Þetta segir Neera Tanden, einn trúnaðarvina Clinton, í samtali við CNN-fréttastofuna í dag. Tanden er forseti ráðgjafarfyrirtækisins Center for American Progress, sem er tengt Demókrataflokknum.

„Ég held hún muni einbeita sér að því að finna leiðir til að hjálpa börnum og fjölskyldum,“ segir Tanden. „Ég á ekki von á því að hún bjóði sig fram í nokkurt opinbert embætti aftur.“

Tilefni ummæla Tanden var grein sem birtist í bandaríska dagblaðinu New York Times, þar sem því var velt upp hvort Clinton myndi bjóða sig fram til borgarstjóra New York-borgar, gegn fyrrverandi kosningastjóra sínum Bill de Blasio, sem nú er borgarstjóri.

„Ég á ekki von á að hún bjóði sig fram í þetta, og heldur ekki að hún bjóði sig fram í nein önnur embætti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert