Nauðsynlegt að sprengja Aleppo

Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad.
Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad. AFP

Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, sagði í dag að árásir stjórnarhers hans á austurhluta borgarinnar Aleppo hafi verið nauðsynlegar til þess að frelsa hana frá uppreisnarmönnum í landinu. Hinn möguleikinn hefði verið að skilja íbúana eftir í höndum hryðjuverkamanna.

„Er það hlutverk ríkisins að standa á hliðarlínunni og horfa á? Þú verður að frelsa og þetta er stundum það sem það kostar,“ sagði forsetinn. Mannréttindasamtök telja að yfir 21 þúsund óbreyttra borgara hafi látið lífið í Aleppo frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi braust út árið 2011.

Fyrirhugaðar eru friðarviðræður síðar í þessum mánuði á milli stríðandi fylkinga í Sýrlandi að frumkvæði Tyrkja og Rússa en óvíst er hverjir eiga eftir að mæta til þeirra. Hópar uppreisnarmanna hafa hótað því að sniðganga viðræðurnar vegna ásakana í garð sýrlenskra stjórnvalda fyrir að hafa ekki staðið við vopnahlésskilmála.

Fréttavefur Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir frá

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert