Lokað á stuðning við fórnarlömb Ríkis íslams

Forseti Evrópuþingsins, Martin Schulz veitti þeim Nadia Murad og Lamia …
Forseti Evrópuþingsins, Martin Schulz veitti þeim Nadia Murad og Lamia Haji Bashar sérstaka mannréttindaviðurkenningu fyrir starf sitt í þágu Jazída. AFP

Kúrdísk yfirvöld hafa lokað starfsemi góðgerðarsamtaka sem studdu við bakið á konum og börnum sem lifðu af kynlífsþrælkun af hálfu vígamanna Ríkis íslams.

Konurnar og börnin eru Jazídar, sem er fámennt þjóðarbrot sem er skylt Kúrdum en ekki íslamstrúar. Guardian greinir frá þessu og segir að með lokuninni fái 1.200 konur og börn enda aðstoð, svo sem sálræna og félagslega. 

Þetta getur einnig haft þær afleiðingar að áætlun sem miðar að því að flytja þær konur og stúlkur til Kanada sem eru verst haldnar til Kanada þar sem samtökin ætluðu að aðstoða við að finna þá sem eru í mestri þörf fyrir aðstoð.

Áhrifanna gætir víða því með því að loka á starfsemi hjálparsamtakanna fá þúsundir annarra Jazída sem eru í Kúrda-héruðum enga aðstoð sem heitir, svo sem menntun, læknisaðstoð og annan stuðning. Hundruð þúsunda Jazída voru hrakin af heimilum sínum árið 2014 þegar Ríki íslams fór um Sinjar-hérað í Norður-Írak með það að markmiði um að þurrka þjóðflokkinn af yfirborði jarðar. Meðferð vígamannanna á þeim var jafnvel enn harkalegri en á kristnum og síja-múslímum. Þúsundir voru teknir af lífi, margir þeirra hvíla í fjöldagröfum, þúsundir teknir til fanga og oft seldir í kynlífsánauð. Hundruð þúsunda Jazída neyddust til þess að flýja upp í fjöllin ekki langt frá heimilum sínum.

Héraðsstjórnin, sem tók til starfa í Sinjar fljótlega eftir að Ríki íslams náði héraðinu á sitt vald, segir að starfsemi samtakanna hafi verið lokað eftir að í ljós kom að þau hvöttu Jazída til þess að yfirgefa landið og blönduðu sér inn í stjórnmál.

Frétt Guardian 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert