Ríkisinngrip í klámáhorf Breta

Klámstjarna situr fyrir á mynd. Bresk stjórnvöld hafa nú ákveðið …
Klámstjarna situr fyrir á mynd. Bresk stjórnvöld hafa nú ákveðið að ritskoða klámfengið efni og hert eftirlit með aldri þeirra sem fara inn á klámsíður. AFP

Það er slæm hugmynd að innleiða hugbúnað sem krefur notendur á netinu um aldursstaðfestingu þegar þeir fara inn á klámsíður. Þetta segir David Kayne, sérfræðingur í tjáningarfrelsi hjá Sameinuðu þjóðunum.

Útlit er fyrir að frumvarp sem var samþykkt á breska þinginu á dögunum, UK's Digital Economy Bill, verði brátt að lögum. Þar kveður m.a. á um að klámsíður séu þvingaðar til þess að innleiða hugbúnað þar sem notendur skrá sig inn með því að staðfesta aldur sinn og það með því að afhjúpa nafnleynd sína á netinu. Geri þeir það ekki geta þeir ekki nálgast klámfengið efni.

Sendiherra Sameinuðu þjóðanna í tjáningarfrelsi gagnrýnir frumvarp breskra stjórnvalda sem …
Sendiherra Sameinuðu þjóðanna í tjáningarfrelsi gagnrýnir frumvarp breskra stjórnvalda sem stefna í að verða að lögum. Frumvarpið kveður á um hert eftirlit með aldri notenda og ritskoðun á klámfengnu efni. AFP

Að sögn Kaye gætu nýju lögin brotið í bága við alþjóðleg lög sem gilda um tjáningarfrelsi fólks en ráðherrar breska Íhaldsflokksins hafa gefið það út að netþjónustufyrirtækjum, sem bregðast ekki við beiðnum breska kvikmyndaeftirlitsins (e. British Board of Film Classification) um að koma á aldursstaðfestingarbúnaði á síðum sem innihalda efni bannað börnum, verði refsað. 

Segja ríkið ekki eiga að hlutast til um hvaða efni megi horfa á

Kayne segir fyrirætlanir breskra stjórnvalda slæmar og þær gangi hreinlega allt of langt. Hann leggur til að dregið verði úr aðgerðunum því þær séu tól stjórnvalda til þess að hafa eftirlit með fólki á netinu.

„Ég óttast að aldursstaðfestingarbúnaðurinn veiti stjórnvöldum aðgang að upplýsingum um venjur fólks á netinu,“ skrifaði hann í bréfi til sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum.

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

„Afhjúpun á auðkenni fólks á netinu gerir yfirvöldum auðveldara um vik að bera kennsl á fólk og útrýma nafnleynd þess á netinu,“ skrifaði hann enn fremur og vék því næst að hættunum sem fylgja aðgerðum breskra stjórnvalda. Nefndi hann að tölvuþrjótar ættu auðveldara með að kúga fólk ef því er gert að koma fram undir nafni á netinu og aukast einnig líkurnar á kreditkortasvindli.

Loks hefur lagasetningin sætt gagnrýni þar sem með nýjum lögum er ýmislegt klámfengið efni sem áður var löglegt bannað. Þar á meðal klám sem inniheldur þvag. Þeir sem gagnrýnt hafa frumvarpið, m.a. Jodie Ginsberg hjá samtökum um ritskoðun, segja að þetta sé innrás ríkisins í kynlíf fólks.

„Það ætti ekki að vera hlutverk ríkisins að ákveða hvers konar kynferðislegt efni fullorðið fólk á að mega horfa á.“ 

Frétt Independent um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert