Rifu leiðsögumann í sig

Krókódílar eru ræktaðir til matar á búgarðinum.
Krókódílar eru ræktaðir til matar á búgarðinum. AFP

Hópur krókódíla reif í sig leiðsögumann á krókódílabúgarði í Suður-Afríku. Maðurinn lést af sárum sínum. Hann var 54 ára gamall og starfsmaður krókódílabúsins í Paarl, skammt frá Höfðaborg.

Það voru samstarfsmenn hans sem fundu lík hans í krókódílagryfjunni er þeir mættu til vinnu. 

Á búgarðinum eru yfir þúsund krókódílar og geta ferðamenn komið þangað og skoðað þá. Maðurinn starfaði sem leiðsögumaður.

Dýrunum á garðinum er slátrað og kjötið selt og skinn þeirra einnig.

Frétt Sky um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert