Sóknarpresturinn Bettina Eckbo gaf þá saman og var afar ánægð með að fá þann heiður, segir í frétt NTB, en parið hefur búið saman lengur en hún hefur lifað. 

Um 73% norsku þjóðarinnar eru í evangelísk-lútersku kirkjunni sem var þjóðkirkjan þar í landi þangað til um áramót er aðskilnaður ríkis og kirkju tók gildi. Árið 2014 hafnaði prestastefna kirkjunnar því að heimila samkynhneigðum að giftast í kirkjum safnaðarins í Noregi en á mánudag var það samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða (83-29).

Prestum kirkjunnar er hins vegar í sjálfsvald sett hvort þeir samþykkja að gefa samkynhneigð pör saman í kirkjum sínum.

Frétt Aftenposten