Neitar að tjá sig við lögreglu

Abdallah Reda al Hamamy. Faðir mannsins segir hann saklausan.
Abdallah Reda al Hamamy. Faðir mannsins segir hann saklausan. AFP

Hinn 29 ára Egypti sem grunaður er um að hafa haft í hyggju hryðjuverkaárás á Louvre-listasafninu í París hefur neitað að tjá sig við lögreglu. Abdullah Reda al Hamamy var yfirheyrður á sjúkrahúsi, þar sem hann dvelur eftir að hafa verið skotinn af hermanni.

Hermaðurinn skaut á Hamamy þegar hann gerði sig líklegan til að láta til skarar skríða gegn hermönnum við safnið. Ku hann hafa haldið á sveðju í báðum höndum og hrópað „Allahu Akbar“.

Francois Hollande hefur sagt að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Einn hermaður særðist. Safninu var lokað á föstudag en opnað aftur í gær.

Hamamy var með bakpoka sem í fundust spreybrúsar en engin sprengjuefni.

Faðir hans, Reda al Refaai, segist ekki botna í atvikinu. „Þeir segja að hann hafi sært hermann og að annar hafi skotið á hann. Af hverjum höfum við ekki séð sár þessa hermanns?“

„Þetta er yfirhylming til að þeir þurfi ekki að biðjast afsökunar á eða réttlæta gjörðir þessa hermanns sem beitti ofurafli á vesalings 29 ára ungan mann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert