Vill uppreisn gegn Brexit

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. AFP

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hvatti í dag þá Breta sem hlynntir eru Evrópusambandinu til þess að rísa á fætur og sannfæra landa sína sem styðja úrsögn úr sambandinu, sem nefnd hefur verið Brexit, um að skipta um skoðun. Fréttaveitan AFP greinir frá.

„Þetta er ekki rétti tíminn fyrir undanhald, kæruleysi eða örvæntingu heldur rétti tíminn til þess að rísa upp og verja það sem við trúum á,“ sagði Blair í ræðu sem hann flutti á fundi sem skipulagður var af samtökunum Open Britain sem berjast fyrir því að Bretland verði áfram í nánum tengslum við Evrópusambandið.

„Ég veit ekki hvort við getum náð árangri. En ég veit að við fáum þungan dóm frá kynslóðum framtíðarinnar ef við reynum það ekki,“ sagði hann ennfremur en meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með því í þjóðaratkvæði síðasta sumar að segja skilið við Evrópusambandið og hafa bresk stjórnvöld síðan unnið að því.

Blair kallaði eftir því að byggð yrði upp hreyfing þvert á flokkslínur. Sjálfur væri hann að setja á laggirnar stofnun sem myndi beita sér fyrir því að finna rök gegn útgöngu úr Evrópusambandinu og að haldið yrði í tengslin við sambandið. 

Blair var forsætisráðherra breska Verkamannaflokksins 1997-2007 og var flokkurinn endurkjörinn til valda þrisvar sinnum undir hans forystu. Hins vegar hefur stuðningur hans við innrásina í Írak í samstarfi við Bandaríkjamenn varpað skugga á feril hans.

Stuðningsmenn útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hafa harðlega gagnrýnt ræðu Blairs. Þjóðaratkvæðið hafi verið lýðræðislegt og sanngjarnt og að virða bæri vilja meirihluta kjósenda. Þá hefur Blair verið sakaður um hroka og ólýðræðislega framkomu.

AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Hauststemmning í Biskupstungum ...
Hlý og falleg sumarhús til leigu alla daga og helgar. Gisting fyrir 6. Heit laug...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
Hoppukastalar.is -Candyfloss-Popp-leikir
Bjóðum upp à ýmisslegt fyrir barnaafmæli , fjölskyldusamkomur o.fl. Hoppukastala...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...