Vill endalok núverandi heimsmyndar

Lavrov við ræðuhöldin í morgun.
Lavrov við ræðuhöldin í morgun. AFP

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, kallar eftir endalokum núverandi heimsmyndar, þar sem Vesturlönd séu ráðandi. Þá segir hann Kreml vilja setja á fót „pragmatískt“ samband við Bandaríkin.

Lavrov hélt ræðu sína á öryggisráðstefnunni í Munchen í morgun, skömmu eftir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sagði viðstöddum að yfirvöld í Washington væru „óhagganleg“ í skuldbindingum sínum gagnvart hernaðarbandalagi NATO.

Lavrov sagði að liðinn væri sá tími, þegar Vesturlönd réðu för, og sagði NATO aðeins leifar af kalda stríðinu.

„Ég vona að heimurinn muni velja lýðræðislega heimsmynd – þar sem Vesturlönd eru ekki allsráðandi – og þar sem hvert ríki afmarkast af fullveldi sínu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert