Hjálparstarfsmönnum rænt í Jemen

Frá Jemen.
Frá Jemen. AFP

Tólf starfsmönnum norsku flóttamannaaðstoðarinnar var rænt í Jemen í síðustu viku. Fram kemur í frétt AFP að fólkinu, sem er allt jemenskir ríkisborgarar, hafi verið rænt á fimmtudaginn af jemenskum uppreisnarmönnum í héraðinu Hodeida.

Ráðamenn í Jemen greindu frá málinu í dag en ástæðan fyrir því að fólkinu var rænt mun vera ásakanir um að það hafi séð um að dreifa hjálpargögnum frá Sádi-Arabíu en bandalag undir forystu þarlendra stjórnvalda hafa barist við uppreisnarmennina undanfarin tvö ár.

Fólkið var numið á brott af skrifstofu flóttamannaaðstoðarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert