Kosið í fyrsta sinn í tuttugu ár

Frá Nepal.
Frá Nepal. AFP

Fyrstu sveitarstjórnarkosningar í tvo áratugi verða haldnar í Nepal í maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisstjórn landsins. Borgarastyrjöldinni í Nepal lauk árið 2006 sem markaði endalok konungsstjórnarinnar sem verið hafði við lýði í 240 ár á trúarlegum forsendum.

Nepal var í kjölfarið breytt í veraldlegt lýðveldi en miklar deilur á pólitíska sviðinu hafa komið í veg fyrir að ný stjórnarskrá tæki gildi sem opnaði á kosningar. Minnihlutahópurinn Madhesi telur hins vegar að kosningar þýði að hann lendi pólitískt á jaðri samfélagsins. Vill hópurinn að stjórnarskránni verði breytt áður en hún tekur gildi þannig að tekið verði tillit til stöðu hans.

„Ríkisstjórnin hefur tekið sögulega ákvörðun. Kosningarnar verða haldnar í einni atrennu um allt land,“ er haft eftir Pushpa Kamal Dahal, forsætisráðherra Nepals, í dag. Kosningarnar fara fram 14. maí. Stefnt er að því að þngkosningar fari síðan fram síðar á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert