Verkamannaflokkurinn tapaði og vann

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins. AFP

Breski Verkamannaflokkurinn sigraði í aukaþingkosningum í kjördæminu Stoke-on-Trent sem fram fóru í gær en boðað var til kosninga í kjölfar þess að þingmaður kjördæmisins, Tristram Hunt, sagði af sér eftir að hafa verið boðið að taka við sem framkvæmdastjóri Victoria and Albert safnsins í London. Verkamannaflokkurinn hefur sigrað í kosningum í kjördæminu allar götur frá árinu 1950 þegar það var sett á laggirnar.

Leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins, Paul Nuttall, bauð sig fram í kjördæminu og var talinn helsta ógnin við frambjóðanda Verkamannaflokksins, Gareth Snell. Þrátt fyrir að Verkamannaflokkurinn hafi haft sterka stöðu í Stoke-on-Trent í áratugi var talið að fyrirhuguð útganga Bretlands úr Evrópusambandinu gæti sett strik í reikninginn þar sem mikill meirihluti kjósenda í kjördæminu studdi útgönguna í þjóðaratkvæðagreiðslu á síðasta ári.

Verkamannaflokkurinn beið hins vegar ósigur í aukaþingkosningum í kjördæminu Copeland. Þar sigraði frambjóðandi Íhaldsflokksins, Trudy Harrison. Boðað var til kosninga í kjördæminu í kjölfar þess að sitjandi þingmaður Verkamannaflokksins, Jamie Reed, var boðið starf í kjarnorkuiðnaðinum.

Talið er hugsanlegt að hörð afstaða leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremys Corbyn, gegn kjarnorku hafi haft neikvæð áhrif á gengi flokksins en margir íbúar kjördæmisins starfa í kjarnorkuiðnaðinum en kjarnorkuverið í Sellafield er innan þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
Bókhald - laun
Vantar þig bókara? Er viðurkenndur bókari með margra ára reynslu og vill gjarnan...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
fjórir stálstólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu á 40,000
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...