Verkamannaflokkurinn tapaði og vann

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins. AFP

Breski Verkamannaflokkurinn sigraði í aukaþingkosningum í kjördæminu Stoke-on-Trent sem fram fóru í gær en boðað var til kosninga í kjölfar þess að þingmaður kjördæmisins, Tristram Hunt, sagði af sér eftir að hafa verið boðið að taka við sem framkvæmdastjóri Victoria and Albert safnsins í London. Verkamannaflokkurinn hefur sigrað í kosningum í kjördæminu allar götur frá árinu 1950 þegar það var sett á laggirnar.

Leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins, Paul Nuttall, bauð sig fram í kjördæminu og var talinn helsta ógnin við frambjóðanda Verkamannaflokksins, Gareth Snell. Þrátt fyrir að Verkamannaflokkurinn hafi haft sterka stöðu í Stoke-on-Trent í áratugi var talið að fyrirhuguð útganga Bretlands úr Evrópusambandinu gæti sett strik í reikninginn þar sem mikill meirihluti kjósenda í kjördæminu studdi útgönguna í þjóðaratkvæðagreiðslu á síðasta ári.

Verkamannaflokkurinn beið hins vegar ósigur í aukaþingkosningum í kjördæminu Copeland. Þar sigraði frambjóðandi Íhaldsflokksins, Trudy Harrison. Boðað var til kosninga í kjördæminu í kjölfar þess að sitjandi þingmaður Verkamannaflokksins, Jamie Reed, var boðið starf í kjarnorkuiðnaðinum.

Talið er hugsanlegt að hörð afstaða leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremys Corbyn, gegn kjarnorku hafi haft neikvæð áhrif á gengi flokksins en margir íbúar kjördæmisins starfa í kjarnorkuiðnaðinum en kjarnorkuverið í Sellafield er innan þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Mex ehf, ...
 
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...