Trump og Abbas hittast í Hvíta húsinu

Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu.
Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðið Mahmud Abbas, leiðtoga Palestínu, í Hvíta húsið og munu þeir hittast „fljótlega“.

Palestínska fréttastofan Wafa greindi frá þessu.

Í fyrsta símaspjalli Trumps og Abbas síðan í janúar bauð Bandaríkjaforseti Abbas „að heimsækja Hvíta húsið fljótlega til að ræða leiðir til að hefja á ný stjórnmálaviðræður (vegna Palestínu og Ísrael),“ sagði talsmaður Abbas í samtali við Wafa.  

Trump Bandaríkjaforseti.
Trump Bandaríkjaforseti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert