Gróði svikamyllu sendur til Ríkis íslams

AFP

Spænska lögreglan, með stuðningi Europol, handtók Marokkóa í Girona á Spáni í vikunni sem er grunaður um að hafa aðstoðað við fjármögnun vígasamtakanna Ríkis íslams.

Maðurinn, sem er 43 ára að aldri, hefur legið undir grun í talsverðan tíma um að hafa tekið þátt í fjármögnun samtakanna. Bræður hans voru handteknir í júlí í fyrra fyrir að hafa staðið að flókinni svikamyllu en  gróðinn var meðal annars sendur til vígasamtakanna í Írak og Sýrlandi.

Sérfræðingar Europol í hryðjuverkum tóku þátt í aðgerðunum í Girona. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert