Segir árásirnar „sápuóperu“ sorans

Fylgið hefur hrunið af Francois Fillon, sem ekki þykir lengur …
Fylgið hefur hrunið af Francois Fillon, sem ekki þykir lengur líklegur til að blanda sér í toppslaginn um forsetaembættið. AFP

Kosningastjóri Francois Fillon, forsetaframbjóðanda franska Repúblikanaflokksins, fordæmdi í dag það sem hann kallaði „sápuóperu“  fjölmiðlaleka sem hafi þann eina tilgang að koma höggstað á framboð Fillons.

Kosningastjórinn Bruno Retailleau hafnaði síðustu fréttum fjölmiðla af Fillon, en AFP-fréttastofan og franska blaðið Le Monde höfðu í gærkvöldi eftir nafnlausum heimildarmanni úr dómskerfinu, að saksóknari hygðist þjarma enn meira að Fillon, sem þegar liggur undir grun um alvarleg fjársvik, skjalafals og framlagningu falsaðra gagna. Gaf Retailleau í skyn að um væri að ræða pólitískan og fjárhagslegan hagsmunaárekstur. Sagði hann lögfræðinga Fillon ætla að funda með saksóknaranum sem rannsakar mál Fillons.

„Það er alveg ljóst að þetta eru skipulagðir lekar,“ sagði Retailleau í samtali við RTL útvarpsstöðina. „Það er verið að draga okkur inn í sápuóperu.“

Fillon þótti líklegur til að komast í aðra umferð forsetakosninganna er hann var fyrst útnefndur frambjóðandi repúblikana. Hann hefur nú fallið niður í þriðja sæti í skoðanakönnunum og mun ef svo fer sem horfir ekki komast áfram. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram eftir mánuð og þykja nú þau Marine Le Pen leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar og óháði frambjóðandinn Emmanuel Macron, líklegust til að bítast um hnossið.

„Það er vandi þegar það er hagsmunaárekstur ... en það er ekki málið hvað varðar Francois Fillon, sagði Retailleau. Þss í stað væru fjölmiðlar mataðir á soraásökunum sem væru að færa kosningabaráttuna út af sporinu.

Heimildamaður AFP sem tengist rannsókninni á Fillon sagði í gær að búið væri að víkka út rannsóknina á Fillon og að hún taki nú líka til skjalafölsunar, en fölskum skjölum hafi verið framvísað til að réttlæta ráðningu fjölskyldumeðlima Fillon á sínum tíma.

Þá greindi franska dagblaðið Le Canard enchaine frá því að líbanskur milljarðamæringur hafi greitt fyrirtæki í eigu Fillon 50.000 evrur árið 2015 til að koma á fundi með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Það var Le Canard enchaine sem upphaflega

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert