Kvenmannsnærföt á nemendagörðum

Nemendur vilja geta leitað til sérfræðings vegna kynferðisofbeldis.
Nemendur vilja geta leitað til sérfræðings vegna kynferðisofbeldis. mbl.is/Guðmundur Rúnar

Nemendur við Roehampton-háskólann í London hafa komið fyrir kvenmannsnærfötum með áletrunum frá þolendum kynferðisofbeldis víðsvegar um nemendagarða skólans. Þeir krefjast þess að starfsmaður verði ráðinn til skólans til að aðstoða þá einstaklinga sem verða fyrir kynferðisofbeldi. Independent greinir frá. 

Skipuleggjandi mótmælanna, Zoë Cartlidge, sagðist sjálf hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi þegar hún var nemi á fyrsta ári við skólann. Hún vissi ekki hvert hún átti að leita. Hún þorði ekki að greina frá ofbeldinu fyrr en tveimur árum síðar af ótta við viðbrögð en gerandinn var mun eldri nemandi við skólann og vinmargur. 

Femínistafélag skólans krefst þess að þolendur kynferðisofbeldis geti leitað á einn stað innan skólans til að fá hjálp.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert