Átta farast í snjóflóði í Japan

Mikið hefur snjóað Tochigi héraði undanfarna daga og hafði verið …
Mikið hefur snjóað Tochigi héraði undanfarna daga og hafði verið varað við snjóflóðahættu. google

Átta japanskir menntaskólanemar fórust þegar snjóflóð féll á Nasu Onsen skíðasvæðinu í Tochigi héraði nú í morgun. Fréttavefur BBC segir 70 manns hafa verið á svæðinu þegar snjóflóðið féll, m.a. nemendur og kennara sjö skóla sem voru þar til að taka þátt í fjallaklifurmót.

Björgunarstarf er nú í fullum gangi, en fréttir japanskra fjölmiðla benda til þess að rúmlega 30 hafi slasast í flóðinu. Mikil snjókoma og slæmt veður hamlar þó björgunaraðgerðum og hefur til að mynda enn ekki tekist að koma þyrlu á slysstað.

Mikið hefur snjóað á svæðinu undanfarið og hafði verið varað við snjóflóðahættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert