Vara við eyðileggingarmætti Debbiar

SAvona leit Debbie út á gervitunglamynd í gær. Hún hefur …
SAvona leit Debbie út á gervitunglamynd í gær. Hún hefur sótt í sig veðrið fyrir utan Queensland í Ástralíu og er þess vænst að hún gangi á landi í kvöld. AFP

Um 25 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Queensland í Ástralíu vegna komu fellibylsins Debbie sem nálgast ströndina. Debbie hefur verið skilgreind sem fjórða stigs fellibylur og henni mun fylgja mikill vindhraði. 

Í frétt BBC kemur fram að hópur fólks hafi neitað að yfirgefa heimili sín þrátt fyrir viðvaranir stjórnvalda. Þau telja að Debbie verði af svipaðri stærðargráðu og fellibylurinn Yasi sem olli mikilli eyðileggingu árið 2011.

Fellibylurinn mun samkvæmt spám ganga á land um kl. 20 í kvöld að íslenskum tíma. Talið er að eyðileggingarmáttur hans muni eflast vegna háflóðs sem er á sama tíma. Segja stjórnvöld að Debbie valdi því aukinni flóðahættu.

Skólum hefur verið lokað vegna komu fellibylsins sem og tveimur höfnum.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert