Vel fór á með Sisi og Trump

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, lét ekki mannréttindabrot trufla sig þegar hann bauð forseta Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi, velkominn í Hvíta húsið í gær. Þetta er í fyrsta skipti í tæpan áratug sem forseti Egyptalands er boðinn velkominn í Hvíta húsið.

Trump tók fagnandi á móti Sisi á skrifstofu sinni og hrósaði Sisi fyrir leiðtogahæfileika sína en hann er fyrrverandi yfirmaður egypska hersins og var í forsvari fyrir valdarán hersins á sínum tíma. Forseti Bandaríkjanna hefur samkvæmt frétt AFP veðjað á Egypta í að ná fram tveimur markmiðum sínum: Að hefja friðarviðræður að nýju í Mið-Austurlöndum og ráðast gegn hryðjuverkasamtökum. „Ég vil að allir viti það að við stöndum þétt við bakið á al-Sisi forseta. Hann hefur unnið frábært starf við erfiðar aðstæður,“ sagði Trump.

Fyrrverandi forseti Egyptalands, Hosni Mubarak, er síðastur forseta landsins til þess að sækja Hvíta húsið heim. Hann kom þangað árið 2010 ásamt leiðtogum Ísraels, Palestínu og Jórdaníu þegar unnið var að friðarviðræðum í Mið-Austurlöndum. Nokkrum mánuðum síðar var Mubarak hrakinn frá völdum þegar arabíska vorið fór eins og stormsveipur um svæðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Eldhúsborð og stólar
Glæsilegt eldhúsborð og 4 leðurstólar. Tilboð óskast. Upplýsingar saeberg1...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
 
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...