Þarf að velja á milli 8 bestu háskóla Bandaríkjanna

White-Thorpe komst fyrst inn í Harvard og gerði ráð fyrir ...
White-Thorpe komst fyrst inn í Harvard og gerði ráð fyrir því að fara þangað. Það breyttist þó þegar að bréfin frá hinum skólunum byrjuðu að berast. Wikipedia/Daderot

Það er ekkert grín fyrir marga að komast inn í bandaríska háskóla en nú þarf ung bandarísk kona að velja á milli átta bestu háskóla landsins þar sem hún komst í þá alla.

Ifeoma White-Thorpe er átján ára gömul og á síðasta ári í Morris Hills menntaskólanum í New Jersey. Hún komst inn í Harvard, Yale,  Columbia, UPenn, Brown, Cornell, Dartmouth, Princeton og Stanford og nú þarf hún að velja hvert skal fara.

Í samtali við ABC fréttastofuna sagðist White-Thorpe hafa áhuga á alþjóðaheilbrigðismálum og líffræði. „Svo margir af þessum skólum eru með frábæra aðstöðu til rannsókna þannig ég ákvað bara að prófa að sækja um í þá alla.“

Hún segist hafa titrað þegar hún opnaði bréfið frá áttunda háskólanum, Stanford. „Ég skalf og var bara „Guð minn góður, þetta gæti orðið átta af átta.“ Svarið var jákvætt og með því hafði hún komist inn í alla bestu háskóla landsins.

White-Thorpe er augljóslega mjög góður námsmaður en einnig formaður nemendafélagsins í skólanum. Hún heldur að áhugi hennar á skrifum og ljóðlist sé meðal þess sem kom henni inn i skólana.

En nú þarf hún að velja hvert skal fara. „Ég komst fyrst inn í Harvard þannig ég var eiginlega búin að gera ráð fyrir því að fara þangað. En svo komst ég inn í alla hina og núna veit ég bara ekkert hvað ég á að gera,“ sagði White-Thorpe.

Foreldrar stúlkunnar, Andre og Patricia White-Thorpe segja dóttur þeirra stjórna því algerlega hvert förinni sé heitið í haust.
Eins og flestir vita er háskólanám í Bandaríkjunum, sérstaklega í þeim skólum sem White-Thorpe komst inn í gríðarlega dýrt. Hún bíður nú eftir fregnum af skólastyrkjum. „Hingað til hefur enginn þeira sagst ætla að styrkja mig en ég bið til guðs að ég fái einhvern styrk,“ sagði White-Thorpe.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Kristalsljósakrónur - Grensásvegi 8
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...