Neitar þjóðernishreinsunum

Aung San Suu Kyi.
Aung San Suu Kyi. AFP

Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafi Nóbels og leiðtogi ríkisstjórnar Búrma, neitar því að um þjóðernishreinsanir sé að ræða á Rohingya-múslimum þrátt fyrir að fréttir hafi borist um slíkt.

Í viðtali við BBC segist hún vita um vandamál í Rakhine-ríki þar sem flestir Rohingyar búa en of sterkt sé gripið til orða þegar talað er um þjóðernishreinsanir. Hún segir Búrma muni taka vel á móti öllum Rohingyum sem ákveða að snúa aftur. 

AFP

Suu Kyi segir að hún viti af ófriði í ríkinu en þar drepi múslimar líka múslima sem þeir telja að starfi með stjórnvöldum. Þetta sé ekki heldur fólk með ólíkar skoðanir og verið sé að reyna að stöðva átökin.

Rohingya-múslimar fá ekki ríkisborgararétt í Búrma en yfirvöld þar líta á þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess. Tugir þúsunda Rohingya búa í hrörlegum flóttamannabúðum eftir að hafa verið neyddir á flótta vegna ofbeldis sem þeir eru beittir.

Undanfarna mánuði hafa um 70 þúsund flúið frá Búrma til Bangladess vegna aðgerða hersins í Rakhine. 

Sérstök nefnd, sem skipuð var af stjórnvöldum í Búrma, skilaði í janúar af sér bráðabirgðaniðurstöðum, þar sem því var hafnað að herinn og lögreglulið landsins hefðu framið þjóðarmorð á Rohingya-múslimum. Niðurstöðurnar stangast á við skýrslu, sem mannréttindasamtökin Amnesty International gáfu út um miðjan desember.

Hér er hægt að lesa viðtalið við Suu Kyi í heild

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert