Öryggisráðið gæti kosið á morgun

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að störfum.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að störfum. AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gæti kosið á morgun um drög að ályktun sem miða myndi að því að styrkja rannsókn á meintri efnavopnaárás í Sýrlandi, samkvæmt heimildum fréttastofu AFP.

Rússneskir stjórnarerindrekar hafa hótað að nota neitunarvald sitt í ráðinu til að hindra framgöngu ályktunarinnar og talið er að örlög hennar muni ráðast í viðræðum bandaríska utanríkisráðherrans Rex Tillerson og rússneska starfsbróður hans, Sergei Lavrov, sem fram fara nú í Moskvu.

Bandaríkin, Bretland og Frakkland hafa sakað ríkisstjórn Sýrlandsforsetans Bashar al-Assad um að hafa skipað herliði sínu að fremja árásina, þar sem að minnsta kosti 87 borgarar létu lífið, þar á meðal 31 barn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert