Rannsaka mögulega aðkomu Rússa

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræðir við sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, …
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræðir við sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, John F. Tefft, við komu sína til Moskvu í dag. AFP

Bandarísk yfirvöld rannsaka nú hvort Rússland hafi komið að meintri efnavopnaárás sýrlenska hersins á almenna borgara. Þetta segir háttsettur embættismaður í Bandaríkjastjórn, sem vill ekki láta nafns síns getið.

„Hvernig er það mögulegt, þegar herafli þeirra var á sama stað og sýrlenski heraflinn sem skipulagði, undirbjó og framdi þess efnavopnaárás, að þeir hafi ekki haft vitneskju um það?“ segir embættismaðurinn í samtali við fréttastofu AFP.

„Við teljum að þessi spurning sé þess verðug að Rússar verði krafðir svara.“

Hann tekur fram að rannsókninni sé ekki lokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert