Tveir létust í úkraínskri drónaárás í Rússlandi

Vjatsjeslav Gladkov, ríkisstjóri í Belgorod-héraði í Rússlandi.
Vjatsjeslav Gladkov, ríkisstjóri í Belgorod-héraði í Rússlandi. AFP/Stringer

Tveir óbreyttir borgara létust í eldsvoða eftir drónaárás Úkraínumanna í Belgorod-héraði í Rússlandi, að sögn ríkisstjóra héraðsins.

Í kjölfar árásar Úkraínumanna með tveimur sprengjudrónum kviknaði í íbúðarhúsi. 

„Því miður létust tveir óbreyttir borgarar: Kona sem var að jafna sig eftir að hafa lærleggsbrotnað, og maður sem hjúkraði henni,“ sagði ríkisstjórinn Vjatsjeslav Gladkov á Telegram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert