Keppast um Evrópustofnanir

Evrópska bankastofnunin er með höfuðstöðvar í miðju fjármálahverfi London í …
Evrópska bankastofnunin er með höfuðstöðvar í miðju fjármálahverfi London í Canary Wharf. Mynd/EBA

Ríki Evrópusambandsins keppast nú um að fá til sín tvær af eftirsóttari stofnunum sambandsins sem hafa hingað til verið með höfuðstöðvar í London. Eftir að Bretar ákváðu að hefja úrsagnarviðræður við sambandið í kjölfar Brexit-kosninganna hittust yfirmenn sambandsins og tóku ákvörðun um að finna stofnununum nýjan stað.

Um er að ræða Evrópsku bankastofnunina og Evrópsku lyfjastofnunina. Fram kemur í frétt Guardian að borgir eins og Frankfurt, Mílan, Amsterdam og París keppist nú um að fá stofnanirnar til sín, en þær hjá þeim starfa um þúsund manns og þá skapa þær þungamiðju fyrir þennan iðnað í álfunni.

Vegna stærðar þessa geira þykja stofnanirnar tvær meðal krúndjásna Evrópusambandsins þegar kemur að því að hýsa stofnanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert