Nýr kafli að hefjast í Tyrklandi

AFP

Forsætisráðherra Tyrklands, Binali Yildirim, hefur lýst yfir sigri já-hreyfingarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. 

Hann segir að landið hafi stigið nýtt skref fram á við í lýðræðisátt en með breytingunum fær forseti landsins aukin völd en forsætisráðherra missir aftur á móti völd.

Yildirim fagnaði niðurstöðunni í höfuðstöðvum stjórnarflokksins, Réttlætis- og þróunarflokksins, sem forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan, stýrir. Hann segir að þjóðin hafi tekið ákvörðun og nýtt upphaf sé að hefjast.

Þegar búið er að telja 99% atkvæða hafa 51,3% sagt já en 48,7% nei. Alls voru 55 milljónir á kjörskrá. Leiðtogar nei-hreyfingarinnar segjast ætla að kæra niðurstöðu kosninganna en þeir vefengja niðurstöðu hennar, meðal annars vegna breytinga sem kjörstjórnin gerði á síðustu stundu þegar kjörstaðir voru opnaðir í morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert