Tala látinna komin upp í 112

Rúturnar fluttu almenna borgara á brott frá bæjunum tveimur.
Rúturnar fluttu almenna borgara á brott frá bæjunum tveimur. AFP

Fjöldi látinna í sjálfsmorðssprengjuárás sem gerð var á rútur sem voru að flytja fólk á brott frá tveimur stríðshrjáðum bæjum í Sýrlandi í gær er nú kominn upp í 112. Til viðbótar eru hundruð særðir.

Fólkið var í rútum á skiptistöð þar sem átti að flytja það í burtu frá bæjunum Fuaa og Kafraya, en herlið stjórnarhersins situr um bæina. Gert hafði verið samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og uppreisnarmanna um að leyfa fólkinu að fara á brott.

98 af hinum látnu voru almennir borgarar sem voru að flýja bæina, en hinir 14 voru starfsmenn hjálparstofnana sem aðstoðuðu við flutningana.

Rúmlega hundrað manns hafa látist í árásinni, en auk þess …
Rúmlega hundrað manns hafa látist í árásinni, en auk þess eru hundruð særðir. AFP

Hundruð til viðbótar eru særðir og segir í tilkynningu frá sýrlenskum mannúðarsamtökum að tala látinna kunni að hækka.

Fuaa og Kafraya hafa verið undir stjórn uppreisnarmanna undanfarin tvö ár. Nokkrir tugir rúta náðu að yfirgefa bæina með almenna borgara þrátt fyrir árásina, en óljóst er hvort flutningunum verður haldið áfram í kjölfar árásarinnar.

Rúturnar flytja fólk frá bæjunum tveimur til Madaya og Zabadani, …
Rúturnar flytja fólk frá bæjunum tveimur til Madaya og Zabadani, sem eru skammt frá höfuðborginni Damascus þar sem stjórnarherinn ræður ríkjum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert