Breska þingið samþykkir kosningar

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í breska þinginu í dag.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í breska þinginu í dag. AFP

Mikill meirihluti breskra þingmanna samþykkti í dag að boðað yrði til þingkosninga í Bretlandi 8. júní en Theresa May, forsætisráðherra landsins, tilkynnti í gær að hún ætlaði að leggja fram slíka þingsályktunartillögu í dag sem hún síðan gerði. Samtals greiddu 522 þingmenn atkvæði með tillögunni en einungis 13 greiddu atkvæði gegn henni.

Bresk lög gera ráð fyrir að hægt sé að boða til kosninga áður en fimm ára kjörtímabili lýkur ef 2/3 þingmanna styðja tillögu þess efnis. Ljóst er að það skilyrði er uppfyllt en samtals sitja 650 þingmenn á breska þinginu. Einungis þurfti 434 atkvæði til þess. Níu þingmenn Verkamannaflokksins og fjórir aðrir þingmenn lögðust gegn tillögunni.

Skoðanakannanir benda til þess að Íhaldsflokkur forsætisráðherrans eigi eftir að vinna stórsigur í þingkosningunum og bæta verulega við þig fylgi og þingmönnum. Verkamannaflokkurinn mælist hins vegar með sögulega lítið fylgi en innan hans hafa geisað átök um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem flokksmenn hafa skiptar skoðanir á sem og um Jeremy Corbyn, leiðtoga hans.

Fréttavefur breska dagblaðsins Daily Telegraph greinir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Ford Transit Rimor árg. 2008
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 30.05.2008. Ekinn 84 þús. Vél 2.2, 5 gíra,...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Trigger- Punkta - Spjöld 2stk 7500 kr
Trigger punkta spjöld 74cm x 53 cm kr 7500 (2stk) 1 af neðri hluta líkamans se...
 
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...