Breska þingið samþykkir kosningar

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í breska þinginu í dag.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í breska þinginu í dag. AFP

Mikill meirihluti breskra þingmanna samþykkti í dag að boðað yrði til þingkosninga í Bretlandi 8. júní en Theresa May, forsætisráðherra landsins, tilkynnti í gær að hún ætlaði að leggja fram slíka þingsályktunartillögu í dag sem hún síðan gerði. Samtals greiddu 522 þingmenn atkvæði með tillögunni en einungis 13 greiddu atkvæði gegn henni.

Bresk lög gera ráð fyrir að hægt sé að boða til kosninga áður en fimm ára kjörtímabili lýkur ef 2/3 þingmanna styðja tillögu þess efnis. Ljóst er að það skilyrði er uppfyllt en samtals sitja 650 þingmenn á breska þinginu. Einungis þurfti 434 atkvæði til þess. Níu þingmenn Verkamannaflokksins og fjórir aðrir þingmenn lögðust gegn tillögunni.

Skoðanakannanir benda til þess að Íhaldsflokkur forsætisráðherrans eigi eftir að vinna stórsigur í þingkosningunum og bæta verulega við þig fylgi og þingmönnum. Verkamannaflokkurinn mælist hins vegar með sögulega lítið fylgi en innan hans hafa geisað átök um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem flokksmenn hafa skiptar skoðanir á sem og um Jeremy Corbyn, leiðtoga hans.

Fréttavefur breska dagblaðsins Daily Telegraph greinir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
Sangyong Rexton 2006
7 manna, dökkar rúður, krókur, ssk, dísel, ekinn 200 km, Verð 990.000 Skoða ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...