Ætlaði að græða á árásinni í Dortmund

Árásin á rútuna var upphaflega rannsökuð sem hryðjuverk.
Árásin á rútuna var upphaflega rannsökuð sem hryðjuverk. AFP

Peningar, ekki hryðjuverk í nafni íslamstrúar, eru að sögð vera ástæðan að baki sprengjutilræðinu á rútu þýska á knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund. Þrjár sprengjur sprungu við rútu liðsins skömmu eftir að hún lagði af stað í leik gegn Mónakó nú fyrr í mánuðinum og lýstu í kjölfarið þrenn íslömsk öfgasamtök yfir ábyrgð á tilræðinu. Búið er að leggja fram kæru á hendur Sergej W., 28 ára verðbréfasala, sem saksóknari segir hafa vonast til að hagnast á því að bréf í knattspyrnufélaginu féllu.

Sergej W. dvaldi á sama hóteli og Borussia Dortmund og var með herbergi sem hafði útsýni yfir götuna þar sem sprengjurnar sprungu. Tveir þurftu á læknisaðstoð að halda eftir að þrjár sprengjur sprungu í nágrenni rútunnar. Spænski knattspyrnumaðurinn Marc Bartra þurfti að fara í aðgerð á úlnlið og þá þurfti lögreglumaður á áfallahjálp að halda.

Bréfin hefðu fallið ef leikmenn hefðu farist

Upphaflega rannsakaði lögregla árásina sem mögulegt hryðjuverk, en bréf fannst í nágrenni árásarstaðarins sem gaf til kynna tengsl við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Íraki á þrítugsaldri með tengsl við öfgasamtök íslamista var handtekinn strax næsta dag. Efasemdir vöknuðu hins vegar við rannsóknina um að íslömsk öfgasamtök tengdust raunverulega árásinni og hvort að bréfinu hafi ekki verið ætlað að afvegaleiða rannsakendur.

Í yfirlýsingu sem ríkissaksóknari sendi frá sér í dag er greint frá því að þýsk-rússneskur maður hafi verið handtekinn í Baden-Württemberg í dag og ákærður fyrir morðtilraun.

Er maðurinn sagður hafa keypt möguleikann á að skortselja 15.000 hluti í fótboltafélaginu og hefði því hagnast á því að bréfin féllu í verði.

Sagði saksóknari að búast hefði mátt við verulegu falli í verði hlutabréfanna ef leikmenn hefðu særst alverlega eða farist í árásinni.

Vonaðist til að græða 3,9 milljónir evra

Sergej. W er sagður hafa tekið lán þann þriðja apríl fyrir viðskiptunum, sem hann síðan stundaði í gegnum tölvukerfi hótelsins. Hann er þá sagður hafa pantað strax um miðjan mars herbergi á hótelinu dagana 9.-13. og 16-20. apríl. Vitað var að leikir liðsins gegn Mónakó myndu fara fram á þessum dögum, en ekki lá fyrir á hvort fyrri eða síðari leikurinn yrði spilaður í Dortmund.

Hann dvaldi síðan á  L'Arrivée hótelinu í Dortmund þegar árásin var framin og hafði óskað eftir um að skipta um herbergi þannig að hann hefði útsýni yfir götuna þar sem árásin var gerð.

Þýska dagblaðið Bild segir Sergej W. hafa vonast til að græða allt að 3,9 milljónir evra á viðskiptunum.

BBC segir bréf í BorussiaDortmund féllu lítillega eftir árásina, skömmu síðar var liðið hins vegar slegið út úr meistaradeild Evrópu og féllu bréf í því þá enn frekar og hafa nú lækkað um 5,5%.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Starttæki 560 amper start 60 amp hleðsla
Öflug startæki , gott verð 12 og 24 volt með klukkurofa, til á lager . 230 volt ...
Volvo Penta kad 32 til sölu
Volvo Penta kad 32 170 hp með dp drifum árg. 2000. Vélar í toppstandi, gangtímar...
 
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...