Herskip sökk í Svartahafi

Áreksturinn átti sér stað skammt frá Istanbúl.
Áreksturinn átti sér stað skammt frá Istanbúl. Kort/Google

Rússneskt herskip lenti í árekstri við flutningaskip á Svartahafi í dag og sökk í kjölfarið. Tyrkneska strandgæslan segir að tekist hafi að bjarga allri áhöfninni.

Í frétt AFP-fréttastofunnar er haft eftir rússneska varnarmálaráðuneytinu að áhöfn herskipsins hafi reynt að koma í veg fyrir að skipið myndi sökkva. Nú er ljóst að það tókst ekki.

Í frétt BBC fyrr í dag kom fram að milli 45-78 hermönnum hefði verið bjargað frá borði en að um fimmtán væri mögulega saknað. Nú herma fréttir AFP-fréttastofunnar að skipið sé sokkið en að tekist hafi að bjarga allri áhöfninni.

Áreksturinn varð í nágrenni Kumkoy, skammt frá Istanbúl. Flutningaskipið var að flytja dýr. Enn er ekki ljóst hvað olli árekstrinum og fréttir af vettvangi eru almennt enn mjög óljósar. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert