Neita að greiða skilnaðarreikninginn

David Davis.
David Davis. AFP

Bretland mun ekki greiða 100 milljarða punda skilnaðarreikning fyrir að ganga út úr Evrópusambandinu, segir David Davis, ráðherra Brexit-mála.

Davis sagði í þættinum Good Morning Britain á ITV sjónvarpsstöðinni í morgun að Bretar myndur greiða það sem þeim bæri samkvæmt lögum. Ekki það sem ESB teldi að Bretland ætti að greiða.

Ummælin lét hann falla í kjölfar fréttar Financial Times um að ESB hefði hækkað kröfuna sme gerð væri á Bretland en áður var talað um 60 milljarða evra. Davis segir að Bretar taki réttindi sín og skuldbindingar gagnvart ESB alvarlega en ekki hafi verið lagðar fram neinar tölur.

Michel Barnier, sem fer með Brexit-samningana fyrir hönd ESB, mun fljótlega birta upplýsingar um hvað verði rætt en ólíklegt þykir að þar verði nokkrar upphæðir nefndar til sögunnar. 

Heimildir BBC innan úr röðum ESB herma að sambandið muni ekki mæta með ákveðna fjárhæðir inn í viðræðurnar en talið er líklegt að þær verði erfiðasti hluti samningaviðræðnanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert