Segir Brexit vera harmleik

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. AFP

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, segir útgöngu Breta úr ESB (Brexit) vera harmleik sem að hluta megi rekja til fortíðarvanda sambandsins. 

Þetta kom fram í ræðu Juncker í Flórens í morgun en hann varar við því að fram undan séu erfiðar samningaviðræður við Breta. Hann virðist hins vegar vera sáttfúsari en áður. 

„Vinir okkar í Bretlandi hafa ákveðið að yfirgefa okkur, sem er harmleikur,“ sagði Juncker á ráðstefnu í Flórens á Ítalíu. 

Hann segir að það megi ekki vanmeta mikilvægi þessarar ákvörðunar sem breska þjóðin hafi tekið. Þetta sé ekkert smáræði og ræða verði við Breta með sanngirni að leiðarljósi. 

„En ég vil einnig ítreka það að ákvörðunin er alfarið Breta, ESB er ekki að yfirgefa Bretland. Þessu er öfugt farið. Þeir eru að yfirgefa ESB,“ sagði Juncker í ræðu sinni og bætti við að grundvallarmunur sé þar á. 

Juncker virðist sammála Bretum um ýmislegt varðandi ESB því hann talaði um veikleika sambandsins sem skýri að hluta ákvörðun bresku þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Evrópusambandið hafi stundum farið offari, jafnvel framkvæmdastjórnin: „Of margar reglur, of mikil inngrip inn í daglegt líf borgara okkar,“ sagði Juncker.

Juncker segir að framkvæmdastjórnin hafi reynt að draga úr regluverkinu og til að mynda séu reglugerðahugmyndirnar nú 23 á ári í stað 130 áður. Eins væri lögð áhersla á að auka viðskipti, hagvöxt og fjölga störfum.

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur boðað heimsókn sína til Brussel 25. maí og þar mun hann funda með Juncker og forseta leiðtogaráðs ESB, Donald Tusk. Trump mun jafnframt taka þátt í ráðstefnu NATO í borginni þennan sama dag.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið harðorð í garð ESB undanfarna daga og sakar sambandið um að blanda sér inn í kosningabaráttuna í Bretlandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

BMW F650CS + nýr jakki, buxur og hjálmur
BMW F650 CS ferðahjól til sölu. Ekið aðeins 17.000- km. Hjálmageymslubox fylgir....
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara fyrir einstaklinga og ...
Vatnsheld Einangrun
FinnFoam XPS. 585X1235:100. s:822-5950...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
 
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...