Hamon stofnar nýjan vinstriflokk

Benoît Hamon.
Benoît Hamon. AFP

Benoît Hamon, forsetaframbjóðandi sósíalista, ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk til vinstri.

Hamon naut lít­ils stuðnings í fyrri um­ferð frönsku forsetakosninganna og fékk aðeins 6,36% at­kvæða. Er talið að þar hafi skipt miklu að for­ystu­menn í flokkn­um líta á hann sem svart­an sauð í hjörðinni og telja marg­ir að hann eigi meiri sam­leið með Jean-Luc Mé­lenchon, sem er tal­inn öfgamaður á vinstrivæng stjórn­mál­anna, en eig­in flokks­bræðrum.

Le Parisien 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert