Upplýsingarnar sagðar frá Ísrael

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Leynilegu upplýsingarnar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti lét Rússum í té í Hvíta húsinu í síðustu viku komu frá Ísrael. Þetta segja bæði núverandi og fyrrverandi bandarískir embættismenn, að því er New York Times greindi frá.

Ákvörðun Trumps um að deila upplýsingunum með Rússum gæti haft í för með sér erfiðleika í samskiptum Bandaríkjanna og Ísrael.

Ísrael er tryggur bandamaður Bandaríkjanna og safna stjórnvöld í landinu mikilvægum upplýsingum um Mið-Austurlönd.

Ísraelsk yfirvöld vildu ekki staðfesta að upplýsingarnar sem Trump lét Rússum í té  hefðu komið frá þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert