Flýja Tsjet­sjen­íu vegna ofsókna

Aðgerðum stjórnvalda í Tsjet­sjen­íu hefur verið mótmælt víða um Evrópu.
Aðgerðum stjórnvalda í Tsjet­sjen­íu hefur verið mótmælt víða um Evrópu. AFP

Fjöldi samkynhneigðra karlmanna hefur flúið ofsóknir í rússneska sjálfstjórnarhéraðinu Tsjet­sjen­íu undanfarnar vikur og vonast nú til þess að finna öryggi í löndum sem hafa boðið fram hjálp sína. Samtök hinsegin fólks í Rússlandi vinna í því að flytja fólk á brott.

Fréttir um misþyrmingu á samkynhneigðum karlmönnum í Tsjet­sjen­íu komu fyrst fram snemma í apríl en þar kom fram að rúmlega hundrað samkynhneigðir menn væru í haldi yfirvalda í héraðinu og sættu þar pyntingum. Þá kom fram að minnst þrír hefðu látist. Amnesty International fordæmdu aðgerðirnar.

Eru í viðræðum við 5 lönd

Samtök hinsegin fólks í Rússlandi eru nú í viðræðum við fimm lönd, þar af tvö utan Evrópusambandsins, sem hafa boðið fram hjálp sína. Samtökin hafa hjálpað 43 manns að komast frá Tsjet­sjen­íu en fjöldi er enn í felum í héraðinu á meðan samkomulag nást við löndin.

Níu menn hafa þegar fengið landvistarleyfi. Þar af fóru tveir til Litháen, en stjórnvöld þar í landi hafa opinberlega lýst yfir stuðningi sínum. Ekki hefur komið fram hvaða önnur lönd hafa boðið fram hjálp sína.

Samkynheigður maður frá Téténíu sem þufti að flýja heimaland sitt ...
Samkynheigður maður frá Téténíu sem þufti að flýja heimaland sitt vegna ofsókna. AFP

Neita því að samkynhneigð sé til í héraðinu

„Það er mjög mikilvægt að bregðast við því þeir eru að þjást,“ sagði Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen í samtali við BBC. „Við erum að hjálpa þeim því það hefur verið brotið alvarlega á réttindum þeirra.“

Ramzan Kadyrov, forseti Tsjet­sjen­íu, nýtur stuðnings Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og hefur verið sakaður um ýmiss konar mannréttindabrot. Þegar greint var frá pyntingunum í apríl hafnaði talsmaður Kadyrov ásökununum og sagði raunar að samkynhneigð fyrirfyndist ekki í héraðinu. „Það er ómögulegt að ofsækja þá sem eru ekki til staðar,“ sagði hann.

Fyrr í þessum mánuði sendu þrír franskir baráttuhópar hinsegin fólks inn kvörtun til alþjóðaglæpadómstólsins (ICC) og söku
ðu stjórn­völd í Tsjet­sjen­íu um að þar séu fram­in þjóðarmorð á sam­kyn­hneigðum karl­mönn­um. Hóp­arn­ir kenna for­seta Tsjet­sjen­íu, Ramz­an Kadyrov, og emb­ætt­is­mönn­um um bylgju of­sókna.

Þeir bentu á mál þar sem ung­lingi var hent út um glugga á ní­undu hæð en talið er að það hafi verið gert vegna kyn­hneigðar hans. Frændi 17 ára pilts henti hon­um út um glugg­ann en frænd­inn sagðist vilja bjargað heiðri fjöl­skyld­unn­ar. Pilt­ur­inn lést við fallið.

Frétt BBC.

Frétt mbl.is: Saka stjórnvöld um þjóðarmorð

Frétt mbl.is: „Ástandið er svart“

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HONDA CR-V VARAHLUTIR 1998-2001+Hyunday Tuson hedd
Á til notaða varahluti í Honda CR-V 1997-2001 td. drif toppgrind,hedd afturljós ...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...