Hvítlauks-kjúlli í leit að hvutta

Auglýsing um dýrin sem fóru kannski á flakk.
Auglýsing um dýrin sem fóru kannski á flakk.

Hvorki tangur né tetur hefur fundist af hundinum Blake og lambinu Bellu sem eru perluvinir. Leit hefur staðið yfir að þeim frá 8. maí síðastliðnum þegar þau hurfu frá heimili sínu í Nottingham-skíri í Bretlandi. Í veikri von um að finna dýrin á lífi eru nú notaðar hitamyndavélar og hvítlauksleginn kjúklingur til að lokka þau fram. BBC greinir frá. 

Á Twitter er hægt að fylgjast með því nýjasta í leitinni að þeim undir #findBlakeandBelle

Hundurinn Blake, sem er af border colly-tegund, er eins árs en lambið er sjö vikna gamalt og munaðarlaust. Dýrin tvö hafa haldið sig saman undanfarið eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 

Í fyrstu var talið að þeim hafi verið rænt en nýlegar vísbendingar benda til þess að þau séu enn á lífi. 

Fundarlaun upp á 1.000 pund eða 140 þúsund krónur hafa verið boðin.  

Fjöldi manns hefur tekið þátt í leitinni að dýrunum tveimur sem hefur ekki enn borið árangur. Á Facebook er virkur hópur sem er með alla anga út í leitinni að þeim. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert