Öryggisráðið fundar vegna N-Kóreu

Frá hátíðlegri athöfn í höfuðborg Norður-Kóreu í apríl þegar fimm …
Frá hátíðlegri athöfn í höfuðborg Norður-Kóreu í apríl þegar fimm ár voru liðin síðan Kim Jong-un varð leiðtogi þjóðarinnar. AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun halda neyðarfund á þriðjudaginn vegna nýjustu eldflaugatilrauna Norður-Kóreu.

Bandaríkin, Japan og Suður-Kórea óskuðu eftir fundinum.

Eldflauginni var skotið á loft og náði hún yfir 500 kílómetra hæð og lenti að öllum líkindum í Japanshafi.

Í síðustu viku sagði NATO að tilraunir Norður-Kóreu með langdrægar eldflauga­r væri ógn við heimsfriðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert