Meirihluti segir engan æðri öðrum

Íslendingar eru í þriðja sæti þegar kemur að hlutfalli þeirra …
Íslendingar eru í þriðja sæti þegar kemur að hlutfalli þeirra sem segjast mjög ósammála þeim þremur fullyrðingum að; sum trúarbrögð, sumir kynþættir og sumir menningarheimar séu æðri öðrum. mbl.is/Styrmir Kári

Meirihluti fólks lítur svo á að enginn kynþáttur eða menningarheimur sé öðrum æðri og það sama má segja um trúarbrögð. Í einhverjum löndum eru þó skiptar skoðanir um það og í tíu löndum af 66 er meirihluti á öndverðri skoðun. Þetta kemur fram í könnun sem Alþjóðlegu Gallupsamtökin lögðu fyrir 66 þjóðir nýverið.

„Almennt virðist sú skoðun ríkjandi meðal þjóða heimsins að enginn einn kynþáttur, menningarheimur eða ein trúarbrögð séu öðrum æðri. Undantekning frá henni kemur fram meðal þjóða þar sem alvarlegar deilur ríkja innanlands eða við aðrar þjóðir,“ segir Kancho Stoychec, forseti Alþjóðlegu Gallupsamtakanna, í tilkynningu. 

Íslendingar eru í þriðja sæti þegar kemur að hlutfalli þeirra sem segjast mjög ósammála þeim þremur fullyrðingunum að; sum trúarbrögð eru æðri öðrum, sumir kynþættir eru æðri öðrum og sumir menningarheimar eru æðri öðrum. Fyrir ofan eru Frakkar og Svíar á toppnum.

Þau lönd sem voru mest sammála þeim þremur fullyrðingum að sum trúarbrögð, sumir kynþættir og sumir menningarheimar væru æðri öðrum eru: Paragvæ, Bangladess, palestínsk svæði, Gana, Líbanon, Nígería, Indónesía og Makedónía. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert