„Hvernig geta þeir ráðist svona á fólk?“

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. AFP

Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum í Venesúela í dag. Mótmæli í landinu hafa stigmagnast undanfarna tvo mánuði en í það minnsta 60 hafa látið lítið í mótmælunum.

Fólk svaraði táragasinu með því að kasta grjóti og Molotov-kokteilum í átt að lögreglumönnum. Sumir öskruðu „morðingjar“ í áttina að löggæslumönnunum.

„Hvernig geta þeir ráðist svona á fólk,“ sagði lögfræðingurinn Jose manuel Olivares, sem fékk piparúða framan í sig þegar hermenn komu til að þagga niður í mótmælendum.

Stjórn­ar­andstaðan í Venesúela efn­ir til dag­legra mót­mæla­funda þar sem þess er kraf­ist að Nicolas Maduro, forseti landsins, láti af völd­um. Seg­ir hún efna­hagskrepp­una í Venesúela og skort á mat­væl­um, lyfj­um og öðrum nauðsynj­um vera for­set­an­um að kenna.

Maduro sak­ar stjórn­ar­and­stöðuna aft­ur á móti um að leggja á ráðin um vald­arán gegn sér með stuðningi banda­rískra stjórn­valda og seg­ir krepp­una vera kapí­talískt sam­særi.

Talið er að 9,6 milljónir manna í landinu, um þriðjungur landsmanna, borði tvær máltíðir eða færri á dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert