Hersveitir ráðast inn í Raqa

Hermaður úr sýrlensku hersveitinni að störfum.
Hermaður úr sýrlensku hersveitinni að störfum. AFP

Sýrlenskar hersveitir sem njóta stuðnings Bandaríkjamanna segjast hafa brotið sér leið inn fyrir ystu varnarlínu Ríkis íslams í borginni Raqa í Sýrlandi.

Fyrr í morgun var því lýst yfir að sókn inn í borgina væri að hefjast.

Að sögn samtakanna Syrian Observatory for Human Rights náðu hersveitirnar nokkrum byggingum í hverfinu Al-Meshleb á sitt vald.  

Hersveitir bandamanna, sem Bandaríkjamenn leiða, styðja við aðgerðirnar með loftárásum.

„Bandamenn gerðu loftárásir í alla nótt til að undirbúa áhlaupið,“ sagði Rami Abdel Rahman hjá Syrian Observatory for Human Rights.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert