Vill ekki fá Trump til Bretlands

Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna.
Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna. AFP

Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, segir að Bretar ættu ekki að rúlla út rauða dreglinum fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta. Tæpar tvær milljónir Breta hafa skrifað undir þar sem Bretar eru hvattir til að taka ekki á móti Trump í opinbera heimsókn.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, bauð Trump í heimsókn þegar hann var nýtekinn við embætti forseta Bandaríkjanna.

Khan sagði að stefna Trump stríddi gegn öllu sem Bretar stæðu fyrir. Borgarstjórinn sagðist ekki hafa haft tíma til að svara gagnrýni Trump, sem var ósáttur við viðbrögð Khan í kjölfar hryðjuverkanna í London á laugardagskvöld.

„Síðan á laugardag hef ég verið að vinna með lögreglunni, viðbragðsaðilum og ríkisstjórninni um hvernig eigi að bregðast við þessari hræðilegu árás. Ég hef ekki haft tíma til að svara því sem Trump skrifar á Twitter,“ sagði Khan.

Frétt Independent

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert