Yfir 20 þúsund í sigti lögreglunnar

Lögreglumann að störfum í London.
Lögreglumann að störfum í London. AFP

Einn hryðjuverkamannanna þriggja sem óku á óbreytta borgara við Lundúnabrúna á laugardagskvöld með þeim afleiðingum að sjö létu lífið og hátt í 50 slösuðust kom fyrir sjónir í heimildarmyndinni „The Jihadis Next Door“ sem var sýnd á Channel 4 í fyrra.

Myndin fjallar um breska öfgamenn. Bætist hann í hóp hryðjuverkamanna sem hafa verið á lista bresku lögreglunnar en náð að láta til skarar skríða.

Mark Rowley, yfirmaður hryðjuverkalögreglu Bretlands, segir að á hverjum tíma séu 500 virkar rannsóknir í gangi vegna hryðjuverkaógnar þar sem um þrjú þúsund manns eru til rannsóknar. Breska lögreglan hefur komið í veg fyrir 18 árásir síðan 2013, þar af fimm frá árásinni á Westminster-brúnni fyrir tveimur mánuðum. Á undanförnum árum hafa alls verið í kringum 20 þúsund manns til rannsóknar hjá lögreglu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert