Lögreglan sprengir í Lundúnum

Frá vettvangi nú síðdegis.
Frá vettvangi nú síðdegis. AFP

Mikill viðbúnaður er í Lundúnum þar sem breska lögreglan hefur nýlokið stýrðri sprengingu við byggingu sem ætlað er að hýsa nýtt sendiráð Bandaríkjanna þar í borg. Hafði hún verið kölluð á vettvang vegna tilkynningar um tvær mannlausar bifreiðar við bygginguna.

„Stýrð sprenging var gerð um klukkan 17.37,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni. Kemur þar einnig fram að svæðið umhverfis hafi verið girt af og að slökkvi- og sjúkralið sé á staðnum.

Uppfært:

Lögreglan hefur nú tilkynnt að störfum á vettvangi sé lokið og að málið sé ekki tengt hryðjuverkunum sem framin voru í borginni á laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert