Þrír handteknir í London

Frá London-brú.
Frá London-brú. AFP

Þrjár manneskjur voru í kvöld handteknar í tengslum við hryðjuverkaárásina í London síðasta laugardag, samkvæmt bresku lögreglunni.

Átta létu lífið í árásinni og tæplega 50 særðust, þar af 20 alvarlega. 

Slökkvilið aðstoðaði lögreglu við handtöku tveggja manna í götunni Ilford í austurhluta London. Þriðji einstaklingurinn var handtekinn í íbúð sinni í sama hluta borgarinnar. 

Lögreglan handtók í morgun þrítugan mann í tengslum við árásina. Tólf sem voru handteknir áður hafði verið sleppt úr haldi. Ríki íslams seg­ist bera ábyrgð á árás­un­um.

Þrír menn óku sendi­bíl inn í hóp veg­far­enda við London-brú og héldu svo áfram fót­gang­andi að Borough markaðinum og stungu fjölda fólks með hnífum á leið sinni. Tæplega 50 manns særðust í árás­inni, þar af 20 al­var­lega. Átta vopnaðir lög­reglu­menn skutu árás­ar­menn­ina til bana nokkr­um mín­út­um eft­ir að fyrsta neyðarkallið barst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert