Greina andlit á lestarstöðvum

Andlitsgreining getur verið vopn í baráttunni gegn hryðjuverkum.
Andlitsgreining getur verið vopn í baráttunni gegn hryðjuverkum. AFP

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að innleiða andlitsgreiningartækni á lestarstöð í Berlín í því skyni að hjálpað lögreglu að finna hryðjuverkamenn. Ef vel heppnast verður hún innleidd á fleiri stöðum og mun ná til fleiri glæpamanna.  

Thomas de Maiziere innanríkisráðherra sagði að tæknin verði prófuð á sjálfboðaliðum á Suedkreuz stöðinni og að gefist tilraunin vel verði hún innleidd á fleiri lestarstöðvum. 

„Við höfum nú þegar myndbandseftirlit á lestarstöðvum. En við höfum ekki getað sett mynd af hryðjuverkamanni í kerfi sem lætur okkur vita þegar hann kemur í mynd,“ sagði Maiziere í viðtali við dagblaðið Tagespiegel. „Reynist tæknin áreiðanleg ætti hún líka að vera notuð til að finna annars konar glæpamenn.“

Samkvæmt fréttaskýringu Tagespiegel er ekki líklegt að nýja kerfið verði fyrir lagalegri mótstöðu vegna þess að það yrði aðeins notað til að finna þá sem liggja undir grun. Þannig bryti það ekki á réttindum þeirra sem koma rannsókninni ekki við. 

Þýskaland hefur orðið fyrir nokkrum hryðjuverkaárásum frá síðasta sumri, meðal annars mannskæðri árás á jólamarkaði í Berlín árið 2016 þegar maður frá Túnis keyrði flutningabíl á mannfjölda og drap tólf manns. Maðurinn náði að flýja vettvang með strætisvagni, síðan lest en var að lokum skotinn til bana af lögreglunni í Mílanó. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Mercedes Benz SLK 230 árg. 1997
Mercedes Benz SLK 230 árg. 1997 Ekinn 80 þús km. Beinskiptur. Uppl. í s. 8201071...
Hobby hjólhýsi
Hobby - hjólhýsi DE LUXE 460 LU 2016, sólarsell 100W A- Class, gaskútar, grjótgr...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...