Merkel óskaði Macron til hamingju

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, óskaði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, innilega til hamingju með „hreinan meirihluta þingsæta“ eftir seinni umferð þingkosninganna. Nýr miðju­flokk­ur Macron vann stór­sig­ur. 

Frétt mbl.is: Flokk­ur Macron vann stór­sig­ur

Steffen Seibert, aðstoðarmaður Merkel, greindi frá þessu. Hann sagði jafnframt að Merkel byndi vonir við áframhaldandi gott samstarf milli landanna tveggja og Evrópu. Merkel hefur áður sagt að það væri ekki eingöngu mikilvægt fyrir Frakka að flokkur Macron myndi ná þingmeirihluta heldur einnig fyrir Þýskaland. 


Í sama streng tók Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þýskalands, í twitter-færslu sinni og sagði að Frakkland myndi styrkja Evrópu.

Úrslit þingkosninganna gefa fyrirheit um að Macron muni geta komið áherslumálum sínum í gegnum þingið, en þau snúa meðal annars að breyttu viðskiptaumhverfi. Þetta mun koma sér vel fyrir Þýskaland og Evrópu. 

Frá því að Macron var kosinn forseti landsins hefur hann styrkt samband landanna tveggja þrátt fyrir ólíkar áherslur þjóðanna meðal annars hvað snertir evruna.

Emmanuel Macron, foreti Frakklands, heilsar stuðningsmönnum sínum.
Emmanuel Macron, foreti Frakklands, heilsar stuðningsmönnum sínum. AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Þurrkari
...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
 
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Áskirkja Farið verður til Vestmannaeyja ...
Deiluskipulag
Tilboð - útboð
Skútustaðahreppur Tillaga að breyting...