Óttast aðra flóðbylgju á Grænlandi

Það hefur áður gerst að berg­hlaup falli úr brött­um hlíðum …
Það hefur áður gerst að berg­hlaup falli úr brött­um hlíðum og niður til sjáv­ar á Grænlandi og þannig valdið flóðbylgj­um. mbl.is/Eggert

Grænlenska lögreglan hefur sent frá sér viðvörun um að önnur flóðbylgjan gæti skollið á sama svæði og önnur bylgja kom á land í gærkvöldi. Borist hafi fregnir að öðru berghlaupi skammt austur frá Nuugaatsiaq. 

Eru íbúar sem búa í fjörðunum í og við Uumannaq, m.a. í Illorsuit, hvattir til að leita hærra upp og halda sig fjarri strandlengjunni. Rýming er hafin í Illorsuit. Þetta kemur fram á vef grænlenska ríkisútvarpsins. 

Fjög­urra er enn saknað eft­ir að flóðbylgj­an skall á þorp­inu og hreif með sér ell­efu hús seint í gærkvöldi. Ekki liggur fyrir hvort jarðskjálfti sem varð, sem mældist fjórir að stærð, eða berghlaup úr nálægu fjalli, sé ástæða þess að flóðbylgjan fór af stað. Rann­sókna­stofn­un jarðfræði Dan­merk­ur og Græn­lands (GEUS) rannsakar það nú.

Jón Viðar Sig­urðsson jarðfræðing­ur sagði í sam­tali við mbl.is í dag, að skjálftinn hefði átt upp­tök ein­hverja 30 kíló­metra norðan við þorpið og ekki væri komið á hreint hvort að þetta hefði verið  jarðskjálfti eða hvort að þetta væri berg­hlaup sem hefði fallið niður í sjó. Þetta tvennt komi til greina. 

Hann sagði að það hefði nokkr­um sinn­um gerst á Græn­landi að berg­hlaup hefði fallið úr brött­um hlíðum og niður til sjáv­ar og þannig valdið flóðbylgj­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert