Fannst látin eftir árás fyrir utan mosku

Frá Virginíu.
Frá Virginíu. AFP

Lögreglan í Virginíu í Bandaríkjunum hefur fundið líkamsleifar sem hún telur að tilheyri 17 ára múslímskri stúlku sem ráðist var á nálægt mosku áður en hún hvarf.

Nabra var á gangi með vinum þegar þeir lentu í orðaskaki við bílstjóra. Maðurinn vatt sér úr bílnum og réðst á stúlkuna, samkvæmt vinum hennar. Hún hvarf en 22 ára karlmaður hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð.

Ekki er vitað hvað liggur að baki árásinni en einn af möguleikunum sem lögreglan rannsakar er hvort um hatursglæp hafi verið að ræða.

Washington Post greinir frá því að fjórir eða fimm unglingar hafi fengið sér skyndibita eftir bænastund. Þau gengu á götunni þegar bílstjórinn réðst að þeim.

Unglingarnir hlupu inn í moskuna en Nabra komst ekki þangað og síðar var tilkynnt um hvarf hennar. 

Við leit að henni stöðvaði lögregla bifreið sem þótti grunsamleg. Bílstjórinn, Darwin Martinez Torres, var færður í varðhald en síðar fundust líkamsleifar sem talið er að séu af Nabru en þar fannst einnig hafnarboltakylfa. Krufning mun leiða í ljós hvort um Nabru sé að ræða og hver dánarorsök er.

Frétt BBC.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Tölva til sölu
Til sölu Dell Optiplex GX620 borðtölva ásamt skjá, lyklaborði og mús. Er með Win...
Til Sölu Djúpsteikingarpottur
Til Sölu Djúpsteikingarpottur...
Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir stutt frá Reykjavík
Lóðirnar eru í kjarrivaxinni brekku sem veit mót suðri. Frábært útsýni. Heitt va...
Hobby hjólhýsi
Hobby - hjólhýsi DE LUXE 460 LU 2016, sólarsell 100W A- Class, gaskútar, grjótgr...
 
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...