Fengu 351 þingsæti af 577

Anne Brugnera er nýr þingmaður La République en Marche í ...
Anne Brugnera er nýr þingmaður La République en Marche í Lyon. AFP

Flokkur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, Lýðveldishreyfingin, La République en Marche (La REM), og samstarfsflokkur hans, MoDem, fengu alls 351 þingsæti af 577 sætum á franska þinginu í seinni umferð þingkosninganna sem fram fóru í gær.

Þetta þýðir að Macron mun geta komið á laggirnar þeim breytingum sem hann hefur boðað. Þetta er mesti meirihluti sem franskur forseti hefur haft á þingi frá stofnun fimmta lýðveldis Frakka. Leiðarahöfundur Le Figaro, Alexis Breznet, talar því um byltingu í leiðara blaðsins í dag en aðeins eru 14 mánuðir síðan Macron boðaði stofnun nýs stjórnmálaflokks í landinu.

Meðal breytinga sem Macron hefur boðað eru aðgerðir í atvinnumálum og breytingar á vinnulöggjöfinni í þeirri von að draga úr atvinnuleysi, endurskipulagning á velferðarkerfinu og að blása nýju lífi í Evrópusambandið.

Það varpar hins vegar skugga á niðurstöðuna fyrir Macron að aðeins tæplega 44% kjósenda sáu ástæðu til þess að mæta á kjörstað í gær. 

Leiðtogi þeirra sem eru lengst til vinstri í frönskum stjórnmálum, Jean-Luc Melenchon, segir að franska þjóðin sýni hug sinn með því að mæta ekki á kjörstað - hún taki þátt í allsherjarverkfalli. 

Einn nýrra þingmanna á franska þinginu er Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, Front National, en hún er einn átta þingmanna FN að kosningum loknum. Niðurstaðan er viss vonbrigði fyrir FN en flokkurinn hafði sett markið á 15 þingsæti. En Le Pen ætlar sér að vera í fararbroddi í stjórnarandstöðunni og verja Frakkland og velferðarkerfi þess.

Sá flokkur sem verst fór út úr kosningunum er Sósíalistaflokkurinn en flokkurinn tapaði yfir 250 þingsætum og eru þingmenn flokksins nú aðeins 29 talsins. Fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls, tókst með naumindum að verja sæti sitt á þingi eftir harða baráttu við frambjóðanda öfga-vinstrimanna. 

Repúblikanaflokkurinn og samstarfsflokkar hans fengu 131 þingsæti og misstu yfir 200 þingsæti. Bandalag hægri manna er því áfram stærsta stjórnarandstöðuhreyfingin á franska þinginu.

Laurence Vichnievsky, fyrrverandi saksóknari er nýr þingmaður REM í Puy-de-Dome.
Laurence Vichnievsky, fyrrverandi saksóknari er nýr þingmaður REM í Puy-de-Dome. AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

KRISTALS LJÓSAKRÓNUR TAX FREE dagar
Glæsileg úrval af kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristalsglösum...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
KONUR -VANTAR YKKUR EINKABILSTJÓRA Í BÚÐARFERÐIR ?
KONUR UTAN AF LANDI SEM HAFA STUTTANN TÍMA TIL AÐ VERSLA- EG SKUTLA YKKUR OG BÍ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...