Ekki í boði fyrir Bandaríkjamenn

Otto Frederick Warmbier lést í gær.
Otto Frederick Warmbier lést í gær. AFP

Ferðaskrifstofan sem bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier fór með til Pyongyang í Norður-Kóreu hefur ákveðið að hætta ferðum þangað með Bandaríkjamenn. Warmbier var látinn laus í liðinni viku eftir að hafa verið í haldi í N-Kóreu í 18 mánuði.  Hann lést í gær 22 ára að aldri.

Warmbier var að læknisráði fluttur til Bandaríkjanna en hann hafði verið í dái í rúmt ár að því er talið er. Hann lést sex dögum eftir komuna til Bandaríkjanna í heimabæ sínum, Cincinnati, Ohio. Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar yfirvöld í N-Kóreu um að bera ábyrgð á andláti hans.

Warmbier kom til Pyongyang frá Peking í Kína ásamt hópi ferðamanna 30. desember 2015. Hann var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Pyongyang 2. janúar 2016 þegar hann er að fara úr landi. Síðar í mánuðinum tilkynntu yfirvöld í N-Kóreu að hann væri í haldi grunaður um óvinveitta hegðun.

16. mars 2016 var Warmbier leiddur fyrir dómara í Pyongyang þar sem hann játaði að hafa stolið áróðursspjaldi og var dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu. Talið er að hann hafi fallið í dá skömmu eftir réttarhöldin.

Í júní byrjun 2017 fá foreldrar hans upplýsingar um líðan hans og 13. júní er hann látinn laus af mannúðarástæðum og sendur heim. Bandarískir læknar segja að lokinni rannsókn að hann þjáist af heilaskemmdum og 19. júní léstWarmbier.

Vinir og stuðningsmenn Otto Warmbier komu saman til þess að …
Vinir og stuðningsmenn Otto Warmbier komu saman til þess að sýna fjölskyldunni stuðning. AFP

Kínverska ferðaskrifstofan, YoungPioneerTours, greindi frá þessari ákvörðun sinni áFacebook en þetta sé í fyrsta skipti sem ferðamaður á þeirra vegum verður fyrir slíku í N-Kóreu. Vegna handtökuWarbier hafi fyrirtækið ákveðið að endurskoða ákvörðun sína um að ferðast með bandaríska ferðamenn til Norður-Kóreu og þar sem ljóst væri að það væri ekki öruggt fyrir þá hafi verið ákveðið að hætta því.

Otto Frederick Warmbier.
Otto Frederick Warmbier. AFP

Ferðaskrifstofan er með höfuðstöðvar sínar í Xian en hún var stofnuð af Breta sem er búsettur í Kína árið 2008. Einkunnarorð hennar eru að fara með ævintýragjarna ferðamenn á staði sem mæður þeirra vildu ekki að þeir færu á. Má þar nefna staði eins og Norður-Kóreu og Íran.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert